Erlent

Hugsanlegt að óskráðir farþegar hafi verið í skipinu

JHH skrifar
Costa Concordia strandaði 13. janúar.
Costa Concordia strandaði 13. janúar. mynd/ afp
Nú er grunur um að um borð í skipinu Costa Concordia, sem strandaði 13. janúar, hafi verið farþegar sem ekki hafi verið skráðir í skipið. Þetta er ástæða þess að fjöldi þeirra sem saknað er í slysinu hefur verið á reki. Lík úr skipinu fannst í dag og er það þrettánda líkið sem finnst, eftir þvi sem fram kemur í New York Times.

Ítölsk stjórnvöld birtu í dag útskrift af yfirheyrslum yfir skipstjóra Costa Concordia, en hann er sakaður um að bera ábyrgð á slysinu, með því að hafa farið út fyrir hefðbundna siglingarleið og fara of nærri ströndinni.

Talsmenn Costa Cruises, fyrirtækisins sem gerði skipið út, neituðu því opinberlega í dag að einhverjir óskráðir farþegar hefðu verið í skipinu og að skipið hefði farið of nærri ströndinni á siglingunni.

Alls voru 4229 í skipinu þegar það sökk. Að minnsta kosti 20 manns er saknað. Enn á eftir að bera kennsl á fimm af þrettán líkum sem fundist hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×