Erlent

Yfirlýsing frá ESB í dag um að banna olíukaup frá Íran

Búist er við að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins muni gefa yfirlýsingu síðar í dag um bann við innflutningi á olíu frá Íran. Ráðherrarnir funda um málið í Brussel en þetta bann hefur verið lengi í bígerð.

Ástæðan fyrir því eru kjarnorkuáætlanir stjórnvalda í Íran. Sem stendur kaupa ríki innan Evrópusambandsins um 20% af allri olíu sem flutt er frá Íran.

Áður hefur komið fram að Saudi Arabar hyggjast auka sína olíuframleiðslu til að vega upp á móti afleiðingunum af banninu á olíukaupum frá Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×