Erlent

Ridley Scott dæmir í stuttmyndasamkeppni Youtube

Scott verður formaður dómnefndar í stuttmyndasamkeppninni „Your Film Festival.“
Scott verður formaður dómnefndar í stuttmyndasamkeppninni „Your Film Festival.“ mynd/AFP
Leikstjórinn Ridley Scott verður formaður dómnefndar í stuttmyndasamkeppni Youtube. Hann mun velja tíu stuttmyndir sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

Það er mikið í húfi fyrir keppendur því sigurvegarinn hlýtur 500.000 dollara í verðlaun ásamt tækifæri á að vinna með Scott að framleiðslu kvikmyndar í fullri lengd.

Keppnin er kölluð „Your Film Festival" og tekur Youtube við umsóknum til 31. mars. Framleiðslufyrirtæki Scotts mun síðan velja 50 stuttmyndir sem halda áfram í undanúrslit.

Scott hefur í nógu að snúast þessa daganna en hann var að ljúka við framleiðslu kvikmyndarinnar Prometheus. Scott mun síðan leikstýra sjálfstæðu framhaldi kvikmyndarinnar Blade Runner frá árinu 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×