Erlent

Gabrielle Giffords hættir þingmennsku

Það þótti kraftaverki líkast að Giffords lifði skotárásina af en hún var skotin í höfuðið af stuttu færi.
Það þótti kraftaverki líkast að Giffords lifði skotárásina af en hún var skotin í höfuðið af stuttu færi. mynd/AP
Bandaríski demókratinn Gabrielle Giffords hefur ákveðið að segja af sér embætti. Fyrir rúmi ári var Giffords skotin í höfuðið á kosningafundi í Arizona.

Á síðustu árum hefur Giffords gegnt embætti í fulltrúadeild Bandaríska þingsins.

Sex létust í skotárásinni og 13 særðust.

Giffords hefur ákveðið að hitta eftirlifandi fórnarlömb árásarinnar á sama götuhorni og skotárásin átti sér stað. Þar ætlar hún að ljúka fundinum og um leið pólitískum feril sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×