Erlent

Lék sína eigin útgáfu af hringitóni

Það er fátt sem á jafn auðvelt með að reita skemmtikrafta til reiði og hringitónninn. Þá sérstaklega Nokia-laglínan sem reglulega ómar í tónlistarsölum og kvikmyndahúsum víða um heim.

Fiðluleikarinn Lukas Kmit er augljóslega öllu vanur. Í miðjum tónleikum í samkunduhúsi gyðinga í Slóvakíu hringdi nefnilega sími eins tónleikagestanna.

Kmit hætti í miðju verki en hélt þó ró sinni. Hann brosti að tónleikagestinum og flutti síðan sína eigin útgáfu af Nokia-laginu alræmda.

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og hafa rúmlega 800.000 manns horft á það. Þó grunar sumum að myndbandið sé í raun auglýsingabrella á vegum Nokia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×