Erlent

Steven Tyler fór illa með þjóðsöng Bandaríkjanna

Söngvarinn og Idol-dómarinn Steven Tyler flutti þjóðsöng Bandaríkjanna þegar ruðningsliðin New England Patriots og Baltimore Ravens mættust í undanúrslitum Ameríska fótboltans í gær. Miðað við framistöðuna í gær hefði Tyler eflaust ekki komist áfram til Hollywood.

Tyler fékk misjafnar viðtökur frá gagnrýnendum enda tókst honum að fara vitlaust með nokkrar línur textans. Að auki virtist Tyler skrækja og hreinlega ískra í nokkrum köflum í laginu.

Áhorfendur Massachusetts virtust þó vera sáttir með flutninginn og fögnuðu ákaft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×