Erlent

Biðlar til fíkniefnahringja að láta af ofbeldi í heimsókn páfans

Frá minningarathöfn á síðasta ári þar sem fórnarlamba gengjastríðanna í Mexíkó var minnst.
Frá minningarathöfn á síðasta ári þar sem fórnarlamba gengjastríðanna í Mexíkó var minnst.
Mexíkóski erkibiskupinn, Jose Guadalupe Martin Rabago, biðlar til fíkniefnahringja í Mexíkó að láta af ofbeldi á meðan Benedikt páfi heimsækir landið í fyrsta skiptið, en páfinn kom til landsins í dag. Blóðugt fíkniefnastríð geisar nú í Mexíkó og varla líður dagur án þess að sagðar séu fréttir af yfirgengilegu ofbeldi fíkniefnahringja þar í landi. Meðal annars fundust fjöldagrafir víðsvegar um landið á síðasta ári.

Páfinn heimsækir biskupsdæmið í Leon í Mexíkó í dag. Íbúar á því svæði hafa þó ekki orðið jafn illa út úr ofbeldinu og aðrar borgir í landinu. Þó hefur verið ráðist á vegfarendur og þeir myrtir nærri Leon í gegnum tíðina.

Samkvæmt Washington Post biðlar biskupinn til fíkniefnahringjanna að valda ekki sorg á meðan páfinn er í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×