Erlent

Danir eignast nýja prinsessu

Danir eignuðust nýja prinsessu í morgun en þá eignaðist Marie prinsessa, eiginkona Jóakims prins, dóttur sem vóg 12 merkur.

Jóakim prins er mjög ánægður með þetta fjórða barn sitt og segir að dóttirin sé falleg, heilbrigð og vel af guði gerð.

Fyrir eiga þau Marie soninn Henrik Carl og Jóakim á þar að auki tvo syni frá fyrra hjónabandi.

Hin nýja prinsessa, sem fæddist á Rigshospitalet, verður sú tíunda í röð danskra krúnuerfingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×