Erlent

Kraftaverk að 40 leikskólabörn sluppu ómeidd úr rútuslysi

Það þykir ganga kraftaverki næst að 40 leikskólabörn sluppu meir og minna ósködduð úr alvarlegu rútuslysi sem var á norðanverðu Sjálandi síðdegis í gær.

Rútan var á leið til Kaupmannahafnar þegar hún lenti í hörðum árekstri við fólksbíl og valt út af veginum á töluverðum hraða. Ökumaður bílsins lést og rútan var það illa farin að klippa varð ökumann hennar úr flakinu. Hann liggur enn á sjúkrahúsi.

Í umfjöllun danskra fjölmiðla kemur fram að 20 sjúkrabílar voru sendir á staðinn og keyrðu þeir börnin á áfallamiðstöð Rigshospitalet þar sem foreldrar þeirra komu síðar og sóttu þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×