Erlent

Egypska byltingin ársgömul

Þúsundir Egypta hafa safnast saman á Frelsistorginu í dag.
Þúsundir Egypta hafa safnast saman á Frelsistorginu í dag. mynd/AP
Eitt ár er liðið síðan bylting hófst í Egyptalandi. Af því tilefni hafa þúsundir Egypta safnast saman á Frelsistorginu í Kaíró.

Margir fagna góðum árangri íslamista í fyrstu þingkosningum landsins síðan einræðisherranum Hosni Mubarak var steypt af stóli á síðasta ári. Þó eru nokkrir sem mótmæla Herforingjaráðinu sem um sinn ræður ríkjum í landinu.

Yfirmaður ráðsins tilkynnti í gær að áratugalöngu neyðarástandi verði aflétt í dag. Á valdatíma Mubaraks var Egyptum ítrekað lofað að neyðarástandinu yrði aflétt.

Löggjöfin gaf stjórnvöldum nær ótakmarkað vald yfir þegnum landsins og var afnám hennar ein af grundvallar kröfum mótmælenda í Egyptalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×