Erlent

Viðutan eigandi hengdi næstum því hundinn sinn

Ótrúlegt atvik náðist á myndband í Chicago í Bandaríkjunum þegar hundur festist í lyftudyrum. Þegar lyftan fór af stað með eigandann um borð var hundurinn hætt kominn.

Eftir að eigandinn stígur inn í lyftuna virðist hundurinn stara á konu sem gengur niður ganginn. Eigandinn virðist síðan stara á hundinn þegar hann þrýstir á hnappinn og hurðin lokast.

Lyftan fer síðan af stað og hundurinn tekst á loft. Blessunarlega slitnaði ólin.

En önnur öryggismyndavél náði myndum af eigandanum. Mikið fát kom á manninn þegar hann áttaði sig á mistökunum. Hann reynir að stöðva lyftuna og dregst síðan niður á jörðina enda er ólin enn föst um úlnlið hans.

„Ég bjóst við hinu versta," sagði maðurinn. „Ég hafði varla kjark til þess að opna hurðina og sjá hvað hafði gerst."

Hægt er að sjá myndbandið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×