Erlent

Þátttakendur í bandarískum spurningaþætti móðgaðir

Keppendur í spurningaþættinum Family Feud voru í senn undrandi og hneykslaðir þegar þau voru upplýst um hvað flugstjórar halda í á löngum flugferðum.

Family Feud er Bandarískur spurningaþáttur þar sem tvær fjölskyldur mætast og svara spurningum um hin ýmsu málefni. Framleiðendur þáttarins spyrja 100 einstaklinga spurninga og eru svör þeirra notuð í þættinum. Þannig hefur hver spurning nokkur svör.

Sé „Schlong" flett upp í leitarvél Google kemur í ljós að orðið er annað heiti yfir getnaðarlim. Þátttakendurnir í Family Feud virtust þó vita það fullvel.

Þáttastjórnandinn var orðlaus þegar svarið birtist. Svarið fór fyrir brjóstið á konu í einu liðanna. Hún tók skref aftur og sagði „guð minn góður."

Framleiðendur Family Feud hafa áður verið gagnrýndir fyrir gróft mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×