Erlent

Bankaræningi skaut sig í fótinn

Óheppinn ræningi í Brasílíu skaut sig bókstaflega í fótinn þegar hann og félagar hans reyndu að ræna banka í bænum Paraná.

Öryggismyndavélar náðu myndum af atvikinu. Maðurinn ásamt tveimur vitorðsmönnum réðust inn í bankann og yfirbuguðu öryggisverði. Sá óheppni var á verði í anddyri bankans.

Allt gekk að óskum þangað til að maðurinn skaut sig í fótinn. Bankaræningjunum var brugðið og þeir forðuðu sér hið snarasta. Sá óheppni haltraði á eftir þeim.

Lögreglan í Paraná handtók manninn eftir að hann hafði leitað sér hjálpar á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×