Erlent

Tvö háhýsi hrundu til grunna í Rio de Janeiro

Tvö háhýsi í borginni Rio de Janeiro hrundu til grunna í nótt. Annað þeirra var tuttugu hæðir að stærð en nærliggjandi götur eru huldar braki og ryki frá hruninu.

Ekki er vitað hve margir fórust en fregnir eru um að 11 lík hafi þegar fundist í rústunum. Ástæður þess að húsinu hrundu er ekki ljós en sjónarvottar greina frá sprengingum í húsunum og mikilli gaslykt áður en þau hrundu.

Björgunarmenn eru að störfum og leita að fólki í rústunum en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×