Eygir í málslok hjá Viggó eftir fimm ára rannsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. janúar 2012 12:07 Það tók efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra rúm fjögur ár að rannsaka mál Viggós. Eftir fimm ára rannsókn sér nú loks fyrir endann á máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggós Þóris Þórissonar, sem hefur verið ákærður fyrir umboðssvik og tilraun til fjársvika, en aðalmeðferð í máli hans stendur nú yfir. Aðalmeðferð stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness í máli ákæruvaldsins gegn Viggó en málið hefur verið til rannsóknar í tæp fimm ár, eða frá apríl 2007, þegar stjórnendur fyrirtækisins tilkynnti lögreglu um ætlaða refsiverða háttsemi Viggós þar sem grunur lék á að hann hefði falsað skjöl, sem áttu að vera frá fyrirtækinu en voru það ekki. Var honum í kjölfarið sagt upp störfum og rannsókn hafin á málinu. Viggó er grunaður um að hafa gefið út falsaða yfirlýsingu vegna ábyrgðar á skuldabréfaútboði félagsins Napis Incorporated í kauphöllinni í Guernsey. Ábyrgðaryfirlýsingin setti VSP í ábyrgð fyrir 200 milljónum dollara, en í yfirlýsingunni kom fram að Napis ætti hlutabréf, verðbréf eða peningainnistæðu að verðmæti um 680 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 80 milljarða króna, á reikningum hjá VSP. Þær innistæður voru hins vegar ekki til.Stórfelld fjártjónshætta Með þessa ábyrgðaryfirlýsingu að vopni gaf Napis út skuldabréf í Guernsey. Helsti eigandi Napis er David Spargo, gamall skólafélagi Viggós, en Viggó var sjálfur skráður fyrir 25 prósenta hlut í Napis. Yfirlýsingin fólst í ábyrgð VSP á skuldabréfaútboði Napis, en þetta er talið hafa falið í sér stórfellda fjárstjónshættu fyrir VSP. Reynt var að taka lán út á ábyrgðaryfirlýsinguna í Filippseyjum, Bretlandi og víðar. Ekki varð tjón vegna ábyrðgaryfirlýsingarinnar en umboðssvik eru svokallað hættubrot sem þýðir að það er nóg til sakfellingar að háttsemin hafi valdið fjártjónshættu.Íslandsmet í farbanni Viggó var úrskurðaður í farbann um leið og málið komst upp og var það ítrekað framlengt þar til Hæstiréttur felldi farbannið úr gildi í mars 2009. Hann var því alls 23 mánuði í farbanni og hefur enginn Íslendingur mátt sæta farbanni svo lengi. Rannsóknin tafðist mjög lengi vegna gagna sem ekki bárust frá útlöndum. Þá fóru rannsakendur á vegum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra ítrekað erlendis vegna rannsóknarinnar en meðal gagna í málinu er skýrslutaka af David Spargo sem tekin var í Bandaríkjunum.Með nýjan verjanda Viggó naut aðstoðar Sveins Andra Sveinssonar sem hafði stöðu verjanda hans á rannsóknarstigi málsins. Hann hefur hins vegar skipt um verjanda og nú er það Vífill Harðarson, hrl. á Juris lögmannstofu, sem gætir hagsmuna hans í málinu. Í kjölfar aðalmeðferðar verður málið dómtekið en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf niðurstaða að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Eftir fimm ára rannsókn sér nú loks fyrir endann á máli fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggós Þóris Þórissonar, sem hefur verið ákærður fyrir umboðssvik og tilraun til fjársvika, en aðalmeðferð í máli hans stendur nú yfir. Aðalmeðferð stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness í máli ákæruvaldsins gegn Viggó en málið hefur verið til rannsóknar í tæp fimm ár, eða frá apríl 2007, þegar stjórnendur fyrirtækisins tilkynnti lögreglu um ætlaða refsiverða háttsemi Viggós þar sem grunur lék á að hann hefði falsað skjöl, sem áttu að vera frá fyrirtækinu en voru það ekki. Var honum í kjölfarið sagt upp störfum og rannsókn hafin á málinu. Viggó er grunaður um að hafa gefið út falsaða yfirlýsingu vegna ábyrgðar á skuldabréfaútboði félagsins Napis Incorporated í kauphöllinni í Guernsey. Ábyrgðaryfirlýsingin setti VSP í ábyrgð fyrir 200 milljónum dollara, en í yfirlýsingunni kom fram að Napis ætti hlutabréf, verðbréf eða peningainnistæðu að verðmæti um 680 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 80 milljarða króna, á reikningum hjá VSP. Þær innistæður voru hins vegar ekki til.Stórfelld fjártjónshætta Með þessa ábyrgðaryfirlýsingu að vopni gaf Napis út skuldabréf í Guernsey. Helsti eigandi Napis er David Spargo, gamall skólafélagi Viggós, en Viggó var sjálfur skráður fyrir 25 prósenta hlut í Napis. Yfirlýsingin fólst í ábyrgð VSP á skuldabréfaútboði Napis, en þetta er talið hafa falið í sér stórfellda fjárstjónshættu fyrir VSP. Reynt var að taka lán út á ábyrgðaryfirlýsinguna í Filippseyjum, Bretlandi og víðar. Ekki varð tjón vegna ábyrðgaryfirlýsingarinnar en umboðssvik eru svokallað hættubrot sem þýðir að það er nóg til sakfellingar að háttsemin hafi valdið fjártjónshættu.Íslandsmet í farbanni Viggó var úrskurðaður í farbann um leið og málið komst upp og var það ítrekað framlengt þar til Hæstiréttur felldi farbannið úr gildi í mars 2009. Hann var því alls 23 mánuði í farbanni og hefur enginn Íslendingur mátt sæta farbanni svo lengi. Rannsóknin tafðist mjög lengi vegna gagna sem ekki bárust frá útlöndum. Þá fóru rannsakendur á vegum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra ítrekað erlendis vegna rannsóknarinnar en meðal gagna í málinu er skýrslutaka af David Spargo sem tekin var í Bandaríkjunum.Með nýjan verjanda Viggó naut aðstoðar Sveins Andra Sveinssonar sem hafði stöðu verjanda hans á rannsóknarstigi málsins. Hann hefur hins vegar skipt um verjanda og nú er það Vífill Harðarson, hrl. á Juris lögmannstofu, sem gætir hagsmuna hans í málinu. Í kjölfar aðalmeðferðar verður málið dómtekið en samkvæmt lögum um meðferð sakamála þarf niðurstaða að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent