Erlent

Bill Gates gefur 750 milljónir dollara

Bill Gates gaf 750 milljón dollara til hjálparsamtaka í dag.
Bill Gates gaf 750 milljón dollara til hjálparsamtaka í dag. mynd/AFP
Milljarðamæringurinn Bill Gates gaf 750 milljón dollara til hjálparsamtaka í dag. Fyrr í vikunni sagði Gates hærri skattar á efnameiri fólk væri nauðsynlegur liður í baráttunni við eyðni og malaríu.

Milljónirnar runnu allar til hjálparsamtakanna Global Fund en samtökin hafa í rúman áratug barist gegn eyðni, berklum og malaríu.

„Við lifum á vissulega á erfiðum tímum. En hvað sem líður efnahagslegum þrengingum þá er nauðsynlegt að halda hjálparstarfssemi áfram."

Global Fund sjóðurinn fagnaði nýlega áratugsafmæli sínu. Í tilefni af því komu helstu styrktaraðilar sjóðsins saman til að kynna starfsemi hans. Meðal þeirra eru Tony Blair, Bono og Bill Clinton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×