Erlent

Lifði á kjúklinganöggum og var lögð inn

Stacey hefur mikið dálæti á kjúklinganöggum. Hún lætur þó salatið eiga sig.
Stacey hefur mikið dálæti á kjúklinganöggum. Hún lætur þó salatið eiga sig.
Fimmtán ára gömul stúlka í Bretlandi var flutt á spítala vegna fíknar sinnar í kjúklinganagga. Frá tveggja ára aldri hefur stúlkan vart látið annað ofan í sig.

Læknarnir voru skelfingu lostnir þegar móðir stúlkunnar sagði þeim frá fíkninni. Í ljós kom að stúlkan þjáðist af blóðleysi og alvarlegum vítamínskorti.

Hin 15 ára gamla Stacey sagði tímaritinu The Sun hún hafi ávallt fúlsað við grænmeti og ávöxtum. Hún komst á bragðið þegar hún var aðeins tveggja ára gömul. „Mamma gaf mér kjúklinganagga á McDonalds og síðan þá hefur ég ekki getað hætt að borða þá."

Stacey er á batavegi en læknar gáfu henni dágóðan skammt af vítamínum. En þrátt fyrir óskir læknanna segist Stacey enn elska kjúklinganagga.

„Ég er samt farin að átta mig á að þeir eru augljóslega ekki góðir fyrir mig," sagði Stacy.

mynd/The Sun
Móðir Stacy sagði The Sun að hún hafi lengi vel reynt að fá dóttur sína til að borða hollan mat. „Einu sinni reyndi ég jafnvel að svelta hana en án árangurs."

En á meðan Stacey jafnar sig á spítalanum blasir annað vandamál við móður hennar. Í gegnum árin hefur Stacey safnað leikföngum sem hún fékk með McDonalds máltíðum. Leikföngin fylla nú fjóra svarta ruslapoka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×