Viðskipti innlent

Loðnukvótinn eykur landsframleiðsluna um eitt prósent

Mikill hugur er nú í loðnusjómönnum eftir ljóst varð í gær að endanlegur loðnukvóti íslenskra skipa fyrir vertíðina, sem hófst í haust og stendur nú sem hæst, verður tæp 600 þúsund tonn og hefur ekki verið meiri í áratug.

Skipin veiða nú af kappi djúpt austur af landinu. Ef kvótinn veiðist allur, verður útflutningsverðmætið hátt í 30 milljarðar króna, og eykur landsframleiðslu um eitt prósent.

Auk þess er mikil loðna við landið mikilvæg fæða fyrir aðra nytjastofna eins og til dæmis þorsk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×