Erlent

Vetrarhörkur og blindhríð herja á íbúa suðaustanvert í Evrópu

Miklar vetrarhörkur og blindhríð herja nú á íbúa í suðaustanverðri Evrópu með verulegum truflunum á flug-, vega-, og lestarferðum.

Einna verst er ástandið í norðurhluta Búlgaríu þar sem snjókoman er á við hálfann annan metra af jafnföllnum snjó. Þar hefur verið lýst yfir neyðarástandi.

Hinum megin við landamærin eða í Rúmeníu hafa björgunarsveitir staðið í ströngu við að aðstoða um 2.000 manns sem sitja fastir í bílum sínum í blindbyl. Einn af ökumönnum þessum fraus í hel áður en björgunarsveitarmenn náðu til hans.

Flestir vegir og flugvellir eru lokaðir á þessum slóðum og tugþúsundir manna eru án rafmangs. Þá liggja lestarferðir að mestu niðri vegna snjókomunnar. Búið er að aflýsa 40 flugferðum frá alþjóðaflugvellinum við Búkarest höfuðborgar Rúmeníu. Þá eru fjórar hafnir við Dóná og Svartahafið lokaðar vegna fárvirðis.

Ekki er búist við að þetta veður gangi niður fyrr en seinnipartinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×