Erlent

Timeline komin til að vera á Facebook

Prófíll Mark Zuckerberg, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.
Prófíll Mark Zuckerberg, stofnanda og stjórnarformanns Facebook. mynd/facebook
Stjórnendur Facebook sæta nú gagnrýni frá notendum síðunnar eftir að Timeline var gert að stöðluðu prófílsniði. Timeline var opinberað í september á síðasta ári og gátu notendur valið um hvort þeir nýttu sér nýjungina.

En nú verða notendur samskiptasíðunnar að sætta sig við Timeline. Ákvörðunin var tilkynnt fyrr í vikunni og verður öllum prófílum síðunnar breytt á næstu vikum.

Timeline er hugsað sem úrklippubók þar sem allar helstu upplýsingar um viðkomandi koma fram.

Notendur samskiptasíðunnar fá sjö daga til að breyta upplýsingum sínum á Timeline áður en nýja sniðið verður virkt.

mynd/facebook
Ákvörðunin hefur reitt nokkra notendur síðunnar til reiði. Stofnuð hefur verið síðan „Timeline Sucks" en þar geta notendur viðrað gremjuefni sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×