Erlent

Átta ára þungarokkari vekur hrifningu

Átta ára gömul stúlka í Bretlandi hefur heillað tónlistaraðdáendur víða um heim eftir að hún birti tilkomumikið myndband á vefsíðunni YouTube.

Gítarleikarinn Zoe Thomson hefur reglulega birt myndbönd af sér á internetinu. Í því nýjasta sýnir hún hæfni sína á ný og nú spilar hún með lagi finnsku hljómsveitarinnar Stratovarius.

Gítarsólóið er vægast sagt glæsilegt og það er í raun ótrúlegt að fylgjast með smágerðum fingrum Zoe sem virðast ekki eiga í neinum vandræðum með erfiðar skiptingar og upphækkanir.

Zoe skrifaði nýlega undir samning hjá Daisy Rock gítarframleiðandanum.

Zoe vakti fyrst athygli þegar hún tróð upp ásamt nokkrum vinum sínum á Bucklebury Beer hátíðinni í Bretlandi. Hljómsveitin, sem kölluð er Mini Band, tók lagið Enter Sandman eftir Metallica. Myndbandið vakti gríðarlega athygli enda er flutningurinn til fyrirmyndar.

Hægt er að sjá nýjasta myndband Zoe hér að ofan. Áhugasamir geta síðan skoðað flutning Mini Band á laginu Enter Sandmand hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×