Erlent

Kanadíski fáninn og Legókall ferðast um heiðhvolfið

Tveir kanadískir piltar sýndu þjóðarstolt sitt í verki þegar þeir sendu legókall og kanadíska fánann út í geim. Skólastjóri piltanna staðfesti síðan stórkostlega för Lego fígúrunnar.

Þeir Matthew Ho og Asah Muhammad eru báðir 17 ára gamlir. Þeir fjárfestu í veðurblöðru á internetinu og smíðuðu lítið geimfar úr frauðplasti. Það tók blöðruna tæpar 100 mínútur að ná 24 kílómetra hæð.

Myndavél á geimfarinu náði síðan stórkostlegum myndum af kanadíska fánanum ásamt heiðhvolfi jarðarinnar í bakgrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×