Erlent

300 mótmælendur handteknir

Frá mótmælunum
Frá mótmælunum mynd/afp
Um þrjú hundruð mótmælendur úr Occupy hreyfingunni voru handteknir í Oakland í Bandaríkjunum í gærkvöldi eftir að þeir höfðu reynt að brjóta sér leið inn í ráðhús borgarinnar og ráðstefnuhús í grenndinni. Lögreglan sprautaði táragasi og kastaði reyksprengjum yfir mótmælenda hópinn sem létu steinum, flöskum og öðrum hlutum rigna yfir lögregluna á móti. Occupy hreyfingin hefur valdið usla í mörgum bandarískum borgum undanfarna mánuði en mótmælin hófust á Wall Street í New York á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×