Erlent

Karlar líklegri til að segja „ég elska þig“ á undan

Karlmenn eru líklegri konur til að segja á undan „ég elska þig" við maka sinn, samkvæmt nýlegri rannsókn.

Rannsóknin var gerð í ríkisháskóla Pennsylvaniu í Bandaríkjunum og var birt í tímaritinu Journal of Social Psychology á dögunum. Rannsakendurnir tóku viðtöl við 171 gagnkynhneigða háskólanemendur, undir 25 ára. Niðurstöðurnar sýndu að karlar eru þrisvar sinnum líklegri til að segja fyrst frá tilfinningum sínum til maka síns.

Um 65 prósent karlanna játuðu að hafa sagt fyrst „ég elska þig" við kærustu sína, en einungis 18 prósent kvennanna sögðust hafa gert það. Um 87 prósent aðspurðra sögðust halda að konan myndi verða ástfangin fyrst en niðurstöðu sýndu að það tekur karla einungis nokkrar vikur til að átta sig á því að þeir væru ástfangnir á meðan það tekur konur nokkra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×