Erlent

Fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu

Jarðskjálftinn var 7.3 stig að stærð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Jarðskjálftinn var 7.3 stig að stærð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mynd/AFP
Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að öflugur jarðskjálfti átti sér stað við eyjuna Súmötru. Skjálftinn var 7.3 stig að stærð.

Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna segir að skjálftinn hafi átt upptök sín 400 kílómetrum suðvestan við Aceh-hérað á Súmötru.

Árið 2004 létust um 230.000 manns þegar fljóðbylgja skall á Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta, helmingur þeirra lést í Aceh-héraði.

Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu en landið er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði veraldar, oft nefnt Eldhringurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×