Erlent

Ljón reyndi að gæða sér á þriggja ára stúlku

Þriggja ára stúlka gaf lítið fyrir skapsveiflur ljóns er þau horfðust í augu í dýragarði í Nýja-Sjálandi. Karldýrið reyndi á endanum að hrifsa stúlkuna til sín en til allrar hamingju var styrkt gler á milli þeirra.

Foreldrar stúlkunnar náðu myndum af atvikinu en þeim var heldur brugðið þegar rándýrið reyndi að klófesta dóttur þeirra. Sjálf sagði stúlkan að hún hafi ekki verið hrædd við ljónið.

Starfsmenn dýragarðsins sögðu að ljónið, sem ber nafnið Malik, sé oft á tíðum fúlt í skapi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×