Erlent

Öruggur sigur Romney í New Hampshire

Mitt Romney vann öruggan sigur í prókjöri Repúblikanaflokksins í New Hamshire. Romeny er með tæp 40% atkvæða þegar talningu er nær lokið.

Næstur kemur Ron Paul með 23% og í þriðja sæti varð Jon Huntsman með tæp 17% atkvæða. Newt Gingrich og Rick Santorum eru með innan við 10% atkvæða og Rick Perry er með aðeins 1%.

Í ræðu sinni í nótt þegar Romney lýsti yfir sigri sínum notaði hann tækifærið til að ráðast harkalega á efnahagsstefnu Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Romney segir að forsetinn sé orðinn uppiskroppa með hugmyndir um hvernig eigi að berjast gegn kreppunni.

Næsta prófkjör verður í Suður Karólínu eftir tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×