Erlent

Átta myrtir í árás á bar í Nígeríu

Hryðjuverkamenn sem tilheyra múslímsku öfgasamtökunum Boko Haram í Nígeríu létu aftur til skarar skríða í gærkvöldi.

Hópur þeirra réðist inn á bar í borginni Benin og hóf skothríð á gestina. Átta gestanna féllu þar á meðal nokkrir lögreglumenn. Áður höfðu fimm manns farist þegar ráðist var í moskvu í borginni og kveikt í henni.

Benin liggur í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er kristinn. Átök milli trúarhópa í þessum landshluta Nígeríu hafa leitt til þess að fjöldi múslíma hefur flúið norður á bóginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×