Viðskipti innlent

Samþykktu samruna Tinda við Auði Capital

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson.
Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Tinda Verðbréfa hf. við Auði Capital. Félögin munu héðan í frá starfa undir nafni Auðar Capital.

Í tilkynningu sem send var út vegna kaupa Auðar á Tindum í nóvember síðastliðnum sagði að með kaupunum muni verðbréfamiðlun bætast við núverandi þjónustuframboð fyrirtækisins. Þá styrkist fyrirtækjaráðgjafarþjónusta þess.

Vilhjálmur Þorsteinsson tók við starfi stjórnarformanns af Höllu Tómasdóttur á sama tíma og tilkynnt var um kaupin. - þj





Fleiri fréttir

Sjá meira


×