Undanfarið hefur fyrirsætan Amber Rose hraunað yfir sjónvarpsstjörnuna Kim Kardashian á opinberum vettvangi fyrir að hafa lokkað þáverandi unnusta sinn, tónlistarmanninn Kanye West, upp í til sín. Kanye neitaði ekki ásökunum um framhjáhaldið spurður út í hliðarsporið.
Amber ákvað að biðjast afsökunar á opinbera reiðiskastinu í gær og sagði eftirfarandi: Mér líður illa yfir því að hafa sagt þetta. Ég er ekki vond manneskja sem talar illa um fólk en þarna tóku tilfinningarnar einfaldlega í taumana.
Skoða má myndir af Amber í sjóðheitum leðurbuxum og Kim og Kanye við tökur á sjónvarpsþættinum Kim & Kourtney Take New York í myndasafni.
Hraunaði yfir Kim
elly@365.is skrifar
