Björgvin Páll: Líður alltaf best á klakanum elly@365.is skrifar 11. janúar 2012 17:15 Það er allt frábært að frétta af mér og mínum málum, svarar Björgvin Páll Gústavsson sem fer fyrir hópi íþróttafólks (sjá myndir hér) sem stofnað hefur þjónustu sem ber yfirskriftina Sport Elítan og gengur út á fjarþjálfun fyrir landann.Ég er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem við erum að undirbúa okkur fyrir EM í Serbíu og svo þess á milli að brasa í þessu Sport Elítu dæmi. Manni líður alltaf best á klakanum góða og nýtur hverrar mínútu til fulls, segir Björgvin.Hvað er að gerast hjá þér í boltanum?Við erum bara að fara út á EM núna á laugardaginn og get ég ekki beðið eftir því að mæta til leiks þar og reyna að láta kasta í mig nokkrum boltum. Fátt skemmtilegra en að geta glatt þjóðina í skammdeginu og vonandi orðið landi og þjóð til sóma, segir hann áður en talið berst að Sport Elítunni.Vilja hjálpa fólkinu í landinu Sport Elítan er hópur sextán einstaklinga sem samanstendur af átta frábærum einkaþjálfurum og átta landsliðsmönnum í íþróttum. Við erum að bjóða upp á heimsklassa fjarþjálfun fyrir einstaklinga og viljum hjálpa fólkinu í landinu að ná sínum markmiðum í gymminu, útskýrir Björgvin.Betra form markmiðið Okkar aðalmarkmið er að hjálpa sem flestum íþróttamönnum að ná lengra í sinni íþrótt og koma þjóðinni í betra form. Við bjóðum uppá sérhönnuð prógrömm fyrir handbolta-, fótbolta-, körfuboltafólk og einnig fyrir fólk sem vill létta sig eða massa sig upp. Mikil fríðindi eru fólgin í þjálfuninni eins og fjöldi gjafabréfa, Silver sturtusápan, bolur og Sportþrenna frá Lýsi svo eitthvað sé nefnt.Persónulegt samband við hópinn Einnig gefst öllum þeim sem skrá sig möguleiki á því að komast í samband við meðlimi hópsins og spyrja okkur spjörunum úr. Geir Gunnar næringarfræðingur sér svo um að hanna næringardagbók fyrir hvert prógramm og er þar hrikalega fær maður á ferð, segir Björgvin greinilega ástríðufullur yfir verkefninu.Bloggið spilar stórt hlutverk Við höldum úti bloggi bæði á heimasíðunni okkar og líka á Facebook-síðu Sport Elítunnar. Þar verðum við með sjö frábæra penna þar sem þjóðin getur lesið um allt sem tengist heilsu og er planið að koma með nýtt blog á hverjum degi.Hrikalega sáttur við verkefnið Þetta er geggjaður hópur sem hefur verið frábært að vinna með og allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að gera þjálfunina sem besta. Ég er hrikalega sáttur með að þetta verkefni sé loksins orðið að veruleika og bíð spenntur eftir viðbrögðum fólksins, segir hann og heldur áfram: Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég að fara að gefa nokkrar landsliðstreyjur af mér á aðdáenda síðunni minni á Facebook og þar getur fólk einnig sent okkur strákunum stuðningsorð og gefið mér góð ráð um hvernig ég get varið fleiri bolta á EM, segir Björgvin og hlær. Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á síðurnar hjá okkur þar sem er nóg um að vera á næstu dögum og vikum, segir Björgvin sem heldur úti fjölsóttri Facebook aðdáendasíðu þar sem hann heldur nálægð við fólkið í landinu.Sport Elítan Fjarþjálfun - Sport Elítan á Facebook - Björgvin Páll á FacebookÞátttakendur í Sport Elítunni eru Alexander Peterson handknattleiksmaður, Arnar Grant einkaþjálfari, Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður, Björgvin Páll Gústavsson handknattleiksmaður, Einar Hólmgeirsson handknattleiksmaður, Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, Helgi Jónas Guðfinnsson körfuknattleiksþjálfari, Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður, Hlynur Bæringssson körfuknattleiksmaður, Ingimundur Ingimundarson handknattleiksmaður, Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður, Ragnhildur Þórðardóttir einkaþjálfari, Rúrik Gíslason knattspyrnumaður, Silja Úlfarsdóttir einkaþjálfari, Stefán Sölvi Pétursson kraftlyftingamaður, Yesmine Olsson einkaþjálfari. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Það er allt frábært að frétta af mér og mínum málum, svarar Björgvin Páll Gústavsson sem fer fyrir hópi íþróttafólks (sjá myndir hér) sem stofnað hefur þjónustu sem ber yfirskriftina Sport Elítan og gengur út á fjarþjálfun fyrir landann.Ég er staddur á Íslandi þessa dagana þar sem við erum að undirbúa okkur fyrir EM í Serbíu og svo þess á milli að brasa í þessu Sport Elítu dæmi. Manni líður alltaf best á klakanum góða og nýtur hverrar mínútu til fulls, segir Björgvin.Hvað er að gerast hjá þér í boltanum?Við erum bara að fara út á EM núna á laugardaginn og get ég ekki beðið eftir því að mæta til leiks þar og reyna að láta kasta í mig nokkrum boltum. Fátt skemmtilegra en að geta glatt þjóðina í skammdeginu og vonandi orðið landi og þjóð til sóma, segir hann áður en talið berst að Sport Elítunni.Vilja hjálpa fólkinu í landinu Sport Elítan er hópur sextán einstaklinga sem samanstendur af átta frábærum einkaþjálfurum og átta landsliðsmönnum í íþróttum. Við erum að bjóða upp á heimsklassa fjarþjálfun fyrir einstaklinga og viljum hjálpa fólkinu í landinu að ná sínum markmiðum í gymminu, útskýrir Björgvin.Betra form markmiðið Okkar aðalmarkmið er að hjálpa sem flestum íþróttamönnum að ná lengra í sinni íþrótt og koma þjóðinni í betra form. Við bjóðum uppá sérhönnuð prógrömm fyrir handbolta-, fótbolta-, körfuboltafólk og einnig fyrir fólk sem vill létta sig eða massa sig upp. Mikil fríðindi eru fólgin í þjálfuninni eins og fjöldi gjafabréfa, Silver sturtusápan, bolur og Sportþrenna frá Lýsi svo eitthvað sé nefnt.Persónulegt samband við hópinn Einnig gefst öllum þeim sem skrá sig möguleiki á því að komast í samband við meðlimi hópsins og spyrja okkur spjörunum úr. Geir Gunnar næringarfræðingur sér svo um að hanna næringardagbók fyrir hvert prógramm og er þar hrikalega fær maður á ferð, segir Björgvin greinilega ástríðufullur yfir verkefninu.Bloggið spilar stórt hlutverk Við höldum úti bloggi bæði á heimasíðunni okkar og líka á Facebook-síðu Sport Elítunnar. Þar verðum við með sjö frábæra penna þar sem þjóðin getur lesið um allt sem tengist heilsu og er planið að koma með nýtt blog á hverjum degi.Hrikalega sáttur við verkefnið Þetta er geggjaður hópur sem hefur verið frábært að vinna með og allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að gera þjálfunina sem besta. Ég er hrikalega sáttur með að þetta verkefni sé loksins orðið að veruleika og bíð spenntur eftir viðbrögðum fólksins, segir hann og heldur áfram: Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég að fara að gefa nokkrar landsliðstreyjur af mér á aðdáenda síðunni minni á Facebook og þar getur fólk einnig sent okkur strákunum stuðningsorð og gefið mér góð ráð um hvernig ég get varið fleiri bolta á EM, segir Björgvin og hlær. Ég mæli eindregið með því að fólk kíki á síðurnar hjá okkur þar sem er nóg um að vera á næstu dögum og vikum, segir Björgvin sem heldur úti fjölsóttri Facebook aðdáendasíðu þar sem hann heldur nálægð við fólkið í landinu.Sport Elítan Fjarþjálfun - Sport Elítan á Facebook - Björgvin Páll á FacebookÞátttakendur í Sport Elítunni eru Alexander Peterson handknattleiksmaður, Arnar Grant einkaþjálfari, Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður, Björgvin Páll Gústavsson handknattleiksmaður, Einar Hólmgeirsson handknattleiksmaður, Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, Helgi Jónas Guðfinnsson körfuknattleiksþjálfari, Hermann Hreiðarsson knattspyrnumaður, Hlynur Bæringssson körfuknattleiksmaður, Ingimundur Ingimundarson handknattleiksmaður, Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður, Ragnhildur Þórðardóttir einkaþjálfari, Rúrik Gíslason knattspyrnumaður, Silja Úlfarsdóttir einkaþjálfari, Stefán Sölvi Pétursson kraftlyftingamaður, Yesmine Olsson einkaþjálfari.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira