Erlent

Wikipedia lokar tímabundið á miðvikudaginn

Wales biður námsmenn um að flýta heimanáminu.
Wales biður námsmenn um að flýta heimanáminu. myndir/Twitter
Alfræðiritinu Wikipedia verður lokað tímabundið á miðvikudaginn. Þetta tilkynnti einn af stofnendum síðunnar, Jimmy Wales, á twitter-síðu sinni.

Lokunin er gerð í mótmælaskyni við fyrirhugaða löggjöf í Bandaríkjunum en henni er ætlað að stemma stigum við dreifingu á höfundarvörðu efni á internetinu. Wales og aðrir frumkvöðlar í Bandaríkjunum segja að löggjöfin eigi eftir að hefta frelsi á internetinu og koma í veg fyrir frekari nýsköpun.

Á Twitter-síðu Wales kemur fram að enskumælandi hluti Wikipedia muni loka á miðvikudaginn og mun lokunin vara í 12 klukkustundir. Rúmlega 25 milljónir heimsækja síðuna daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×