Erlent

Costa Concordia: Fimm lík fundust til viðbótar í dag

Mynd/AFP
Björgunaraðgerðir standa enn yfir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia sem strandaði við Ítalíustrendur á föstudaginn var. Fimm lík til viðbótar fundust í dag og er því staðfest að ellefu hafi látist. 24 er þó enn saknað. Farþegar og aðstandendur þeirra sem saknað er hafa þegar hafið undirbúning að málshöfðun gegn skipafélaginu. Skipstjóra Costa Concordia er kennt um hvernig fór en hann er sagður hafa skyndilega breytt um stefnu áður en skipið sigldi á kletta skammt undan ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×