Erlent

Bauð viðskiptavinum munnmök í staðinn fyrir kjúklinganagga

Bandarísk kona var handtekinn við McDonalds-stað í Los Angeles á dögunum. Konan, sem er þrjátíu og eins árs, bauð karlkyns viðskiptavinum sem voru staddir í bílalúgunni munnmök í skiptum fyrir kjúklinganagga. Konan hefur nú verið ákærð fyrir athæfið og verður leidd fyrir dómara á næstu dögum þar sem hennar gæti beðið eins árs fangelsis vist og þúsund dollara sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×