Erlent

Reykbombu kastað að Hvíta húsinu

Reykbombu var kastað yfir girðinguna kringum Hvíta húsið í Washington í gærkvöldi. Þar höfðu rúmlega 1.000 félagar í Occupy hreyfingunni haldið mótmælafund.

Hvorki Obama Bandaríkjaforseti né eiginkona hans Michelle voru í Hvíta húsinu þegar sprengjunni var kastað en þau voru úti í bæ að halda upp á 48 ára afmæli forsetafrúarinnar.

Leyniþjónusta Hvíta hússins, US Secret Service, rannsakar þetta mál en enginn hefur verið handtekinn vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×