Ásmundur Tryggvason hefur hafið störf hjá Íslandsbanka sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.
Hann hefur víðtæka starfsreynslu af fjármálamarkaði og starfaði hjá Exista hf. sem forstöðumaður frá árinu 2005-2011.
Í tilkynningu Íslandsbanka, vegna ráðningar Ásmundar segir að hann sé Íslandsbanka vel kunnugur en hann hefur starfaði sem þjónustufulltrúi í bankanum, sem sérfræðingur í Greiningu frá árinu 2000-2003 og sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf frá 2003-2005.
Að auki hefur Ásmundur setið í stjórnum fjármála-, tækni-, iðn-, síma- og útgáfufyrirtækja. Hann er lögfræðingur að mennt og starfaði síðast sem lögmaður hjá Lögmönnum Bankastræti slf. þar sem hann var jafnframt meðeigandi.
Haft er eftir Tryggva Birni Davíðssyni, framkvæmdastjóra Markaða hjá Íslandsbanka, í tilkyninngu frá bankanum að ráðning Ásmundar sé mikið ánægjuefni.
„Ráðning Ásmundar í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka er mikið ánægjuefni. Með honum koma sterk tengsl við atvinnulífið og umfangsmikil viðskiptareynsla. Ráðningin undirstrikar þá stefnu bankans að vera leiðandi í fjárfestingabankastarfsemi og móta þannig íslenskt viðskiptaumhverfi."
Ásmundur Tryggvason ráðinn til Íslandsbanka

Mest lesið

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra
Viðskipti innlent

Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög
Viðskipti innlent

Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Gengi Play í frjálsu falli
Viðskipti innlent

Orri til liðs við Íslandsbanka
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
