Erlent

FBI býður 1 milljón dollara fyrir Gerena

Hér má sjá mynd af Victor Manuel Gerena.
Hér má sjá mynd af Victor Manuel Gerena.
Aðeins einn af þeim sem eru á lista FBI yfir þá tíu sem eru efstir á lista yfir eftirlýsta glæpamenn er verðlagður á eina milljón dollara, ef þannig má að orði komast. Bandaríska alríkislögreglan býður eina milljón dollara, tæplega 130 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Victors Manuels Gerena. Fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku annarra á listanum eru 100 þúsund dollarar í boði.

Gerena hefur verið á flótta síðan 1983 eða í um 29 ár. Glæpurinn sem hann er eftirlýstur fyrir er þaulskipulagt rán í Connecticut. Hann rændi öryggisþjónustu sem annaðist peningaflutninga, með leiftursnöggri árás á tvo öryggisverði. Hann tók þá fyrst sem gísla, ógnaði þeim með skotvopni og sprautaði þá síðan með lyfjum þannig að þeir misstu meðvitund en létust ekki. Síðan komst hann undan með rúmlega sjö milljónir dollara í peningum eða sem nemur um 900 milljónum króna. Frá þessum tíma hefur Gerena farið huldu höfði og ekkert til hans spurst, a.m.k. ekki þannig að lögreglumenn FBI hafi náð honum.

Lista FBI yfir þá tíu sem efstir eru á lista yfir eftirlýsta glæpamenn má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×