Erlent

Rick Perry lýkur keppni

Rick Perry.
Rick Perry.
Ríkisstjóri Texas, Rick Perry, mun í dag greina frá því að hann sé hættur við að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum. Þetta fullyrðir CNN sjónvarpsstöðin.

Hart hefur verið lagt að Perry að gefa baráttuna upp á bátinn og horfa þeir sem hægrisinnaðri eru innan flokksins til þess að stuðningsmenn Perrys muni fylkja sér á bakvið Newt Gingrich eða Rick Santorum en nú er talið líklegast að Mitt Romney hljóti útnefninguna. Hann er þó af mörgum talinn of nálægt miðju stjórnmálanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×