Erlent

Apple mun dreifa námsefni í stafrænu formi

Apple kynnti iBooks 2 í dag.
Apple kynnti iBooks 2 í dag. mynd/AP
Tölvurisinn Apple kynnti iBooks 2 í dag. Talið er að fyrirtækið muni á næstum mánuðum hefja dreifingu á rafrænum skólabókum í gegnum forritið.

Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið vildi blása nýju lífi í menntakerfi Bandaríkjanna og er útgáfa forritsins fyrsti liður í þeirri áætlun.

Á síðustu mánuðum hefur Apple verið í samstarfi við helstu útgefendur skólabóka í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að 90% af öllum skólabókum landsins verði í boði á rafrænu formi á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×