Erlent

88 skýjakljúfar reistir á síðasta ári

Al Hamra turninn í Kúveit.
Al Hamra turninn í Kúveit. mynd/AFP
Fjölgun skýjakljúfa heldur áfram samkvæmt árlegri skýrslu Þéttbýlissamstaka Chicago. Í skýrslunni kemur fram að háhýsum hærri en 200 metrar fjölgaði fimmta árið í röð.

Tæplega 90 skýjakljúfar voru reistir á síðasta ári og er það met. Hæstu byggingarnar voru Kingley 100 í Shenzhen, Al Hamra Firdous turninn í Kúveit og 23 Marina í Dúbaí.

Aðstandendur skýrslunnar telja að hæsta bygging veraldar verði reist árið 2020 en óvíst er hvar sú bygging verði til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×