Erlent

Rússar steyptu sér í ísilagt stöðuvatn

Klerkar blessa vatnið og er stöðuvatnið álitið heilagt svæði þangað til að hátíðin verður haldin á næsta ári.
Klerkar blessa vatnið og er stöðuvatnið álitið heilagt svæði þangað til að hátíðin verður haldin á næsta ári. mynd/AFP
Hin árlega epiphany-hátíð var haldin í Rússlandi í gær. Meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar steyptu sér þá í jökulkalt vatn og minntust þannig skírn Jesús Krists.

Epiphany-hátíðin er haldin í bænum Tyarlevo í Rússlandi. Klerkar skera þá risavaxinn kross í ísilagt stöðuvatn og kveikja á kertum allt í kring.

Tilbiðjendur dýfa sér síðan þrisvar og er það gert með vísun í hina heila þrenningu. Þannig eru syndir þeirra afmáðar.

Klerkar blessa vatnið og er stöðuvatnið álitið heilagt svæði þangað til að hátíðin verður haldin á næsta ári.

Þeir sem steypa sér til sunds fá einnig að geyma nokkra dropa en margir trúa því að vatnið búi yfir dulmögnuðum mætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×