Erlent

Mitt Romney og Ron Paul með forystuna í Iowa

Mitt Romney og Ron Paul eru með forustuna í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni Rebúblikanaflokksins í prófkjörinu í Iowa á morgun, þriðjudag.

Þetta er niðurstaða samfelldra skoðanakannanna síðustu fjóra daga meðal skráðra félaga flokksins í Iowa. Fylgi Romney mælist 24% og Ron Paul er með 22% atkvæða. Rick Santorum er í þriðja sæti með 15%. Fylgi Newt Gingrich hefur hinsvegar hrapað niður í 12%.

Romney er gamall flokkshestur og reyndur í prófkjörum um forsetaefni flokksins á undanförnum áratug. Árangur hans kemur ekki á óvart enda er hópurinn sem berst um útnefninguna í ár talinn verulega rýr að gæðum að mati stjórnmálaskýrenda vestan hafs.

Árangur Ron Paul kemur hinsvegar á óvart enda hans helstu stefnumál m.a. að leggja niður Seðlabanka landsins og banna breytingar á gengi dollarans með lögum. En hann fær hljómgrunn fyrir yfirlýsingar eins og að það sé guðs gefinn réttur hvers Bandaríkjamanns að ganga um með skotvopn á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×