Erlent

Vill afturkalla eftirlitsmenn frá Sýrlandi

Einn af ráðgjöfum Arababandalagsins, vill að bandalagið kalli eftirlitsmenn sína burt frá Sýrlandi.

Vera þeirra í landinu þjóni engum tilgangi þar sem stjórnvöld í Sýrlandi haldi uppteknum hætti sínum við að beita stjórnarandstæðinga og almenning miklu ofbeldi.

Eftirlitsmennirnir, 60 að tölu, komu til Sýrlands á þriðjudag í síðustu viku. Síðan þá hafa um 150 almennir borgarar fallið í átökum við öryggissveitir og lögreglu. Þar af hafa margir verið skotnir til bana af leyniskyttum á vegum stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×