Erlent

Síldartorfu rak á landi í Noregi

Hundurinn Molly gengur meðal fiskanna stuttu eftir að eigandi hennar uppgtövaði hræin.
Hundurinn Molly gengur meðal fiskanna stuttu eftir að eigandi hennar uppgtövaði hræin. mynd/AFP
Rúmlega 20 tonn af síld skolaði á land í Noregi í gær. Vísindamenn reyna nú að komast að því hvað hafi ollið dauða fiskann og segja rökrétta skýringu vera á fyrirbærinu. Þó eru sumir sem segja fyrirbærið vera fyrirboða um heimsendi. Fiskarnir fundust í Kvænes í Tromsfylki.

Vísindamenn eru ekki á einu máli um hvað hafi orsakað fyrirbærið. Sumir telja að fiskarnir hafi flúið undan ránfiski og villst inn í fjörðinn. Aðrir halda því fram að síldinni hafi rekið á land í stormi eða að hún hafi lent í sjálfheldu í minni fjarðarins og hafi látist í straumi úr ferskvatns á.

Jens Christian Holst hjá Hafrannsóknarstöð Noregs segir vísindamenn séu nú að rannsaka fiskana.

Þetta er í annað sinn frá áramótum sem stór hópur af dýrum hefur fundist látinn. Á sunnudaginn féllu 200 svartþrestir af himnum ofan í Arkansans í Bandaríkjunum. Einnig fundist hræ 25 hesta í smábæ í Ástralíu í síðasta mánuði. Heimsendaspámenn segja að dýradauðinn vera fyrirboða um endalok heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×