Erlent

Tugir þúsunda mómæla nýrri stjórnarskrá Ungverjalands

Tugir þúsunda Ungverja mótmæltu nýrri stjórnarskrá landsins á götum Budapest í gærdag og langt fram á kvöld.

Stjórnarskrá þessi tók gildi um áramótin og hefur verið mjög umdeild bæði innanlands og utan. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa farið fram á að hún verði dregin til baka.

Andstæðingar hinnar nýju stjórnarskrár segja að hún ógni lýðræðinu í Ungverjalandi þar sem með henni hafi verið afnumdir ýmsir þeir varnaglar sem settir voru árið 1989 þegar stjórn kommúnista í landinu féll.

Forsætisráðherra landsins Viktor Orban knúði hina nýju stjórnarskrá í gegnum þingið eftir að flokkur hans hlaut þar tvo þriðju hluta þingmanna í kosningum í apríl s.l.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×