Erlent

Aretha Franklin ætlar að giftast á ný

Söngkonan Aretha Franklin hefrur tilkynnt um trúlofun sína og vinar síns William Wilkerson kallaður Willie.

Söngkonan, sem orðin er 69 ára gömul, vonast til þess að brúðkaup þeirra fari fram næsta sumar. Sennilega verður brúðkaupið haldið í Miami á Flórída og sjálf brúðkaupsveislan um borð í snekkju í höfninni þar.

Aretha á að baki tvö hjónarbönd en hún kom síðast fram á tónleikum í maí í fyrra. Í tilkynningunni um trúlofunina tekur Aretha það fram að hún sé ekki ólétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×