Erlent

Líkfundur á landareign Bretadrottningar

Líkamsleifar manneskju hafa fundist á Sandringham sveitasetrinu sem er í eigu Elísabetar Bretadrottningar. Setrið er í afskekktum hluta Norfolk héraðs og konungsfjölskyldan eyðir of fríum sínum þar á bæ. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu fann almennur borgari líkamsleifarnar á Nýársdag í skóglendi á landareigninni. Landareignin er mjög stór og líkfundurinn er í um fimm kílómetra fjarlægð frá sjálfu setrinu. Nánari upplýsingar verða gefnar síðar í dag að því er lögreglan segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×