Erlent

Líkfundur á landareign Drottningar: Morðrannsókn hafin

Lögreglan í Norfolk á Englandi hefur nú lýst því yfir að morðrannsókn sé hafin eftir að lík konu fannst á landareign Elísabetar Englandsdrottningar. Líkið fannst í grennd við Sandringham sveitasetrið sem er í afskektum hluta Norfolk héraðs en konungsfjölskyldan eyðir of fríum sínum þar á bæ.

Samkvæmt lögreglu fann almennur borgari líkamsleifarnar á Nýársdag í skóglendi á landareigninni. Landareignin er mjög stór og líkfundurinn er í um fimm kílómetra fjarlægð frá sjálfu setrinu. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að líkið hafi legið í skóglendinu í nokkurn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×