Öryggissjónarmið eiga að ráða forgangsröðun vegaframkvæmda Elvar Jónsson skrifar 29. mars 2012 06:00 Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Ágætu Austfirðingar og landsmenn allir! Nú hefur það verið staðfest: Vegurinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar er hættulegasti vegarkafli landsins, samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem nýverið birtust í Læknablaðinu. Því miður reyndist illur grunur okkar réttur. Fyrir ókunnuga er rétt að taka fram að vegurinn liggur um sveitarfélagið Fjarðabyggð, nánast endilangt. Frá því að ég hóf störf sem sveitarstjórnarmaður vorið 2010 hef ég smám saman sannfærst um að stjórnmálamenn eigi sem allra minnst að skipta sér af vegagerð. Þeirra aðkoma að málaflokknum á aðeins að vera með þeim hætti að samþykkja forgangsröðun verkefna út frá fræðilegum niðurstöðum fagfólks. Stjórnmálamenn eiga að hafa öryggissjónarmið og ekkert annað að leiðarljósi enda er það frumskylda stjórnvalda að gæta að öryggis íbúanna. Stjórnmálamenn, þingmenn og sveitarstjórnarmenn ættu að sameinast um þessa rökréttu aðferð sem tryggir að öryggissjónarmið ráði forgangsröðun vegaframkvæmda. Þennan hátt ætti að viðhafa þar til tryggt verður að allir landsmenn geti ekið til vinnu eða náms, a.m.k. innan síns sveitarfélags án þess að fara um stórhættulega og löngu úrelta vegi. Það er því hlutverk sérfræðinga og fagfólks að meta hvar mesta hættan er en hlutverk okkar stjórnmálamanna er að taka ákvörðun um að öryggissjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi og látin ráða röð framkvæmda og annað ekki. Fyrir skömmu fór rúta með átta farþega út af veginum á Oddsskarði og litlu munaði að stórslys hlytist af. Vegurinn um Oddsskarð og gömlu göngin eru hættulegasti hluti hættulegasta vegkafla landsins. Út frá öryggissjónarmiðum ætti að vera búið að gera ný göng fyrir löngu. Þá eru ótalin önnur rök, t.d. efnahagsleg rök og loforð við sameiningu sveitarfélaga en undirritaður og fleiri hafa skrifað um þau og verður það því ekki tíundað frekar í þessari stuttu grein þótt rökin séu knýjandi. Það voru engin rök fyrir því að seinka framkvæmdum árið 2009 og það eru engin rök fyrir því að fresta þeim enn frekar. Hönnun vegarins og ganganna er lokið og það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að verklegar framkvæmdir hefjist strax á næsta ári, og þótt fyrr hefði verið. Fjarðabyggð er sveitarfélag í blóma. Þar hefur verið mikil uppbygging á síðustu árum og í sveitarfélaginu er mikil verðmætasköpun. Mjóeyrarhöfn er önnur stærsta útflutningshöfn landsins og 22,4% af heildarkvóta landsmanna koma á land í sveitarfélaginu. Íbúar Fjarðabyggðar búa í sátt við umhverfið og náttúruna en vilja losna við erfiðan fjallveg og einbreið úrelt jarðgöng sem tengja saman byggðarkjarna í Fjarðabyggð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun