Yfir strikið Ástþór Magnússon skrifar 29. mars 2012 06:00 Fyrir nokkrum árum framdi einstaklingur sjálfsmorð eftir gróft persónuníð á forsíðu DV. Viðkomandi var borinn alvarlegum sökum í blaðinu án þess að sekt hans væri sönnuð. Rannsókn málsins lauk aldrei því maðurinn svipti sig lífi áður en rannsókn lauk. Ferli ritstjóranna sem þá stýrðu DV lauk hins vegar skjótt eftir þessa umfjöllun því þjóðin reis upp gegn DV og hætti að kaupa blaðið. DV varð gjaldþrota og síðar yfirtekið af núverandi ritstjórum sem lofuðu bót og betrun eftir tvö kennitöluflökk. Þriðja kennitöluflakkinu var naumlega afstýrt nýlega með peningagjöf huldumanns en útgáfufélag DV hefur a.m.k. fimm sinnum orðið gjaldþrota og þannig hlaupið undan ábyrgð sinni. Lítið hefur breyst hjá DV eftir síðasta kennitöluflakkið. Ritstjórnin er sokkin í sama ritrotturæsið og áður. Blaðið er svo lítið lesið að ekki er hægt að halda því úti sem dagblaði og er nú gefið út sem einhvers konar slúðurtímarit einstaka sinnum. DV hefur algerlega misst fótfestu á fjölmiðlamarkaði þannig að ritstjórinn sér sig nauðbeygðan til að fá lánaðar síður annarra fjölmiðla undir DV-slorið. Nú síðast með grein í Fréttablaðinu þar sem hann rakkaði niður ágætan hæstaréttarlögmann og dómstóla landsins fyrir að standa vaktina fyrir fórnarlömb DV. Ritstjórar DV eru nú margdæmdir sakamenn og óumdeildir Íslandsmeistarar í rógburði, ærumeiðingum og skáldskap borið út undir formerkjunum „fréttir“, en sem ætti með réttu að kallast „lygasögur Gróu á Leiti“. DV ritstjórinn fór mikinn í Fréttablaðinu að dómstólar reyni að stöðva fréttir af „hvítflibbaglæpum“. Ritstjórinn virðist ekki skilja að vandamálið sem hann á við að etja er ekki uppsprottið í héraðsdómi heldur í hans eigin haus og ritstjórn en þaðan flæða yfir okkur dylgjur, níð, rógburður, ærumeiðingar, lygasögur og annar álíka viðbjóður og mannvonska. Menn sem eru vitni í málum eru allt í einu orðnir sekir í málinu á forsíðu DV án þess að sú sekt sé sönnuð eða til umræðu hjá rannsóknaraðilum. Ritstjórum DV væri nær að líta í eigin barm og íhuga hvers vegna þeir eru bendlaðir við alvarleg kynferðisbrot í öðrum fjölmiðlum. Gætu þeir sjálfir átt þátt í því að búa til þann raunveruleika í okkar litla samfélagi? Gæti einnig verið að ítrekað kennitöluflakk þeirra flokkist undir „hvítflibbaglæpi“? Nú hefur DV aftur farið yfir strikið er þeir réðust á blásaklausan mann að ósekju og ollu honum óverðskuldugu hugarangri með niðrandi umfjöllun og tilvitnun eftir ónafngreindri Gróu í Vesturbænum. Ég tók honum opnum örmum þegar hann mætti á mitt heimili og sagðist vilja fá mig sem forseta og vilja starfa með okkur í að afla meðmælenda. Hann hefur síðan unnið með mínu teymi og staðið sig einstaklega vel. Það sem ég þekki af þessum góða dreng er ekkert nema gott. Hann hefur staðið sig 100%, mætt manna fyrstur og leyst sín verkefni af einstakri alúð og samviskusemi. Því miður er ekki jafnt gefið í okkar þjóðfélagi. Meðal bræðra má finna öfgarnar í báðar áttir. Í okkar litla samfélagi hafa sumir sopið vel af allsnægtum á ríkisspenanum í hæstlaunuðu bitlingasætunum, á meðan aðrir, jafnvel innan sömu fjölskyldu, hafa þurft að berjast fyrir öllu sínu og eiga um sárt að binda. Mínar dyr standa öllum opnar, hvar sem þeir standa í þjóðfélagsstiganum. Nái ég kjöri sem forseti Íslands þann 30. júní n.k. mun ég einnig opna forsetasetrið og bjóða öllum Íslendingum háum sem lágum, í veglega afmælisveislu þann 4. ágúst n.k. á Bessastöðum. Skora ég á landsmenn að merkja við 4. ágúst í dagatalinu sem hér segir: „Forsetinn á afmæli – Mér er boðið til veislu á Bessastöðum“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum framdi einstaklingur sjálfsmorð eftir gróft persónuníð á forsíðu DV. Viðkomandi var borinn alvarlegum sökum í blaðinu án þess að sekt hans væri sönnuð. Rannsókn málsins lauk aldrei því maðurinn svipti sig lífi áður en rannsókn lauk. Ferli ritstjóranna sem þá stýrðu DV lauk hins vegar skjótt eftir þessa umfjöllun því þjóðin reis upp gegn DV og hætti að kaupa blaðið. DV varð gjaldþrota og síðar yfirtekið af núverandi ritstjórum sem lofuðu bót og betrun eftir tvö kennitöluflökk. Þriðja kennitöluflakkinu var naumlega afstýrt nýlega með peningagjöf huldumanns en útgáfufélag DV hefur a.m.k. fimm sinnum orðið gjaldþrota og þannig hlaupið undan ábyrgð sinni. Lítið hefur breyst hjá DV eftir síðasta kennitöluflakkið. Ritstjórnin er sokkin í sama ritrotturæsið og áður. Blaðið er svo lítið lesið að ekki er hægt að halda því úti sem dagblaði og er nú gefið út sem einhvers konar slúðurtímarit einstaka sinnum. DV hefur algerlega misst fótfestu á fjölmiðlamarkaði þannig að ritstjórinn sér sig nauðbeygðan til að fá lánaðar síður annarra fjölmiðla undir DV-slorið. Nú síðast með grein í Fréttablaðinu þar sem hann rakkaði niður ágætan hæstaréttarlögmann og dómstóla landsins fyrir að standa vaktina fyrir fórnarlömb DV. Ritstjórar DV eru nú margdæmdir sakamenn og óumdeildir Íslandsmeistarar í rógburði, ærumeiðingum og skáldskap borið út undir formerkjunum „fréttir“, en sem ætti með réttu að kallast „lygasögur Gróu á Leiti“. DV ritstjórinn fór mikinn í Fréttablaðinu að dómstólar reyni að stöðva fréttir af „hvítflibbaglæpum“. Ritstjórinn virðist ekki skilja að vandamálið sem hann á við að etja er ekki uppsprottið í héraðsdómi heldur í hans eigin haus og ritstjórn en þaðan flæða yfir okkur dylgjur, níð, rógburður, ærumeiðingar, lygasögur og annar álíka viðbjóður og mannvonska. Menn sem eru vitni í málum eru allt í einu orðnir sekir í málinu á forsíðu DV án þess að sú sekt sé sönnuð eða til umræðu hjá rannsóknaraðilum. Ritstjórum DV væri nær að líta í eigin barm og íhuga hvers vegna þeir eru bendlaðir við alvarleg kynferðisbrot í öðrum fjölmiðlum. Gætu þeir sjálfir átt þátt í því að búa til þann raunveruleika í okkar litla samfélagi? Gæti einnig verið að ítrekað kennitöluflakk þeirra flokkist undir „hvítflibbaglæpi“? Nú hefur DV aftur farið yfir strikið er þeir réðust á blásaklausan mann að ósekju og ollu honum óverðskuldugu hugarangri með niðrandi umfjöllun og tilvitnun eftir ónafngreindri Gróu í Vesturbænum. Ég tók honum opnum örmum þegar hann mætti á mitt heimili og sagðist vilja fá mig sem forseta og vilja starfa með okkur í að afla meðmælenda. Hann hefur síðan unnið með mínu teymi og staðið sig einstaklega vel. Það sem ég þekki af þessum góða dreng er ekkert nema gott. Hann hefur staðið sig 100%, mætt manna fyrstur og leyst sín verkefni af einstakri alúð og samviskusemi. Því miður er ekki jafnt gefið í okkar þjóðfélagi. Meðal bræðra má finna öfgarnar í báðar áttir. Í okkar litla samfélagi hafa sumir sopið vel af allsnægtum á ríkisspenanum í hæstlaunuðu bitlingasætunum, á meðan aðrir, jafnvel innan sömu fjölskyldu, hafa þurft að berjast fyrir öllu sínu og eiga um sárt að binda. Mínar dyr standa öllum opnar, hvar sem þeir standa í þjóðfélagsstiganum. Nái ég kjöri sem forseti Íslands þann 30. júní n.k. mun ég einnig opna forsetasetrið og bjóða öllum Íslendingum háum sem lágum, í veglega afmælisveislu þann 4. ágúst n.k. á Bessastöðum. Skora ég á landsmenn að merkja við 4. ágúst í dagatalinu sem hér segir: „Forsetinn á afmæli – Mér er boðið til veislu á Bessastöðum“.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun